Þokkaleg sala nýrra bíla í október í Evrópu

Rúmlega ellefu prósenta söluaukning nýrra bíla varð í Evrópu í októbermánuði miðað við sama mánuð í fyrra samkvæmt tölum frá ACEA í Brussel. Mest aukning varð í Bretlandi.  Á Íslandi er nýbílamarkaðurinn áfram helfrosinn og einungis 76 nýskráningar nýrra bíla áttu sér stað.

11.2 prósetna söluaukning nýrra bíla varð í októbermánuði í Evrópu miðað við sama mánuð í fyrra en þá varð 14,4 prósenta samdráttur miðað við sama tímabil árið á undan. Sé tímabilið janúar-október á þessu ári skoðað og borið saman við sama tíma í fyrra fækkaði skráningum nýrra bíla um 5 prósent.

Í Vestur-Evrópu voru nýskráðir samtals 1.200.861 bílar í októbermánuði sl. Það er 15,8 prósentum meir en á sama mánuði í fyrra. Fjölgunin átti sér stað á stærstu markaðssvæðunum og er að miklu leyti að rekja til raunsnarlegra skilagjalda á gamla eyðslufreka bíla í þessum löndum.  Í Bretlandi fjölgaði nýskráningum um 31,6 prósent, á Spáni um 26.4%, í Þýskalandi um 24.1%, Frakklandi um 20.3% og á Ítalíu um 15.7%. Af öðrum löndum þar sem aukning varð má nefna Portúgal (+3.5%) og Austurríki (+2.7%).

Ef skoðaðir eru fyrstu tíu mánuðirnir í heild þá er hins vegar þriggja prósenta samdráttur nú miðað við sama tíma í fyrra.  Mestur vöxtur varð í Þýskalandi (+25.9%), Frakklandi (+4.2%) og Austurríki (+6.3%) Fækkun varð á Spáni (-24.4%), Bretlandi (-12.3%) og Ítalíu (-3.9%).

 Í hinum nýju ríkjum Evrópusambandsins fækkaði nýskráningum nýrra bíla um samtals 36.9 prósent í októbermánuði. Eina landið sem vöxtur varð í er Tékkland (+8.8%). Annars staðar varð fækkun. Minnst varð hún í Póllandi (8,4%) en mest í Lettlandi (81,6%).

Á tímabílinu janúar-september varð samdrátturinn 29.6% í nýju ES-ríkjunum. Aukning varð í Slóvakíu (+13.5%), Tékklandi (+8.1%) og Póllandi (+0.6%). Annarsstaðar í nýju Evrópusambandsríkjunum varð samdráttur.  

http://www.fib.is/myndir/BilasalaEvr.jpg