Þolinmæði landsmanna þraut - FÍB ræðst í holfyllingar

Slitlög á vegum og götum eru víða mjög illa farið eftir erfiðan og snjóþungan vetur. Vítt og breitt um landið eru holur og sumar djúpar og hættulegar.  Þetta ástand ógnar öryggi vegfarenda og hefur valdið verulegu tjóni á fjölda ökutækja og er aðför að eignum landsmanna.

FÍB hefur barist ötullega fyrir alvöru úrbótum vegna þessa árlega niðurbrots á vegum. Það er óþolandi að vegfarendum sé boðið upp á þetta laskaða vegakerfi enn eitt árið.

Til þess að mæta þessari holuplágu hefur FÍB tekið upp nýja þjónustu í starfsemi sinni. FÍB Aðstoð er með sérútbúinn bíl með tækjum og búnaði af nýjustu gerð til að að fylla í holuskemmdir. Um er að ræða ,,blandað á staðnum” tæki þar sem blandað er saman sérvöldum steinefnum og fjölliðu epoxy fyllingarefnum sem fengið er frá systursamtökum FÍB á Norðurlöndunum.  Fjölliðu viðgerðarefni FÍB hefur þá sérstöðu að það er sólgult á lit sem eykur enn á öryggi vegfarenda þar sem vegbótin vekur ökumenn enn frekar til vitundar um að aka með gát og vera viðbúnir hugsanlegum skemmdum í slitlaginu.

,,Það ánægjulegt að félagið geti boðið upp á fjölliðu holuviðgerðartækni sem muni vonandi bæta úr því ófremdarástandi sem mætir vegfarendum á vegum landsins. Úrbóta er þörf strax og með þessu inngripi vilja samtök vegfarenda vekja yfirvöld af værum blundi," segir Runólfur Ólafsson, framkvæmdastjóri Félags íslenskra bifreiðaeigenda, FÍB, í samtali við Morgunblaðið.

FÍB verður með kynningu á þessari nýju tækni við skrifstofur félagsins Skúlagötu 19 í Reykjvík milli kl. 9:00 og 10:00 í dag. Allir velkomnir, sjón er sögu ríkari!