Þrefaldur VW-sigur

Frakkarnir Sébastien Ogier/Julien Ingrassia, báðir frá Frakklandi sigruðu í Monte Carlo rallinu sem lauk í gær, sunnudag. Í öðru sæti urðu Finnarnir Jari-Matti Latvala/Miikka Anttila og í því þriðja Norðmennirnir Andreas Mikkelsen/Ola Fløene. Allir óku á Volkswagen Polo WRC.

Fyrirfram var búist við að baráttan um efsta sætið ætti eftir að standa milli Sébastien Ogier og Sébastien Loeb, nífalds heimsmeistara í ralli sem ekur Citroen. Það fór þó ekki svo og Loeb endaði í 8. sætinu.

Sigurvegarinn Sébastien Ogier var í sjöunda himni með sigurinn í gær og sagði að það Monte Carlo rallið væri alltaf mjög sérstakt í hugum allra þátttakenda og frábært fyrir heimamann eins og hann sjálfan að enda sem sigurvegari í því. Á myndinni sjást þeir Julien Ingrassia og Sébastien Ogier með Albert Monacoprins á milli sín.