Þriðja kynslóð Hyundai Coupé sportbílsins

http://www.fib.is/myndir/HyundaiCoupe-SIII.jpg
Coupé sportbíllinn ódýri frá Hyundai leið lengi fyrir það hversu ófríður hann þótti og ekki er vafi á því að útlit hans hefur frá upphafi verið helsta ástæða þess að salan gekk ekki vel. Þriðja kynslóð bílsins er nú komin í framleiðslu og sala við það að fara af stað í Evrópu. Útlitið er gerbreytt, bíllinn er smekklegur yst sem innst.

Nýi Hyundai Coupé bíllinn hefur gerðarheitið SIII. Vélarnar eru áfram þær sömu og fyrr. Sú minnsta er 1.6 DOHC 16V, 103 ha. Sú næsta er 2.0 DOHC 16V 141 ha. Sú stærsta er svo 2.7 V6 DOHC 24V sem skilar 165 hö. Á fullum afköstum.
http://www.fib.is/myndir/Hyundai%20Coupe%202007%20rear.jpg http://www.fib.is/myndir/HyundaiCoupe1999.jpg
Afturendinn á þeim nýja tv. en árgerð 1999 á myndinni til hægri.