Tímamóta bíll frá Kia fyrir Evrópumarkað afhentur í Reykjanesbæ
Kia hefur framleitt þrjár milljónir bíla í Evrópu og svo skemmtilega vill til að Kia bíll númer 3.000.000 var afhentur hér á landi í gær, nánar tiltekið hjá K. Steinarsson í Reykjanesbæ. Um er að ræða hvítan, 5 dyra Kia ceed í GT Line útfærslu.
Stoltur eigandi þessa tímamótabíls frá Kia heitir Elvar Unndór Sveinsson. Hann fékk bílinn afhentan með viðhöfn í gær og fékk m.a. gjafabréf á Library, HM Monopoly spil, 2 landsliðstreyjur og Kia HM bolta að gjöf frá Bílaumboðinu Öskju.
,,Þetta er sérlega ánægjulegt að bíll númer 3.000.000 sem framleiddur er í Evrópu skuli vera afhentur hér á landi. Við erum afar stolt af því og því góða gengi sem Kia hefur náð hér á landi. Merkið hefur var það næst söluhæsta á Íslandi á síðasta ári og hefur verið í þremur efstu sætunum yfir söluhæstu merkin á síðustu árum," segir Þorgeir Pálsson, sölustjóri Kia hjá Öskju.
Kia framleiðir bíla fyrir Evrópumarkað í hátæknivæddri verksmiðju fyrirtækisins í Zilina í Slóvakíu. Þar hafa allar þrjár milljónir bílanna fyrir Evrópumarkað verið framleiddar frá árinu 2006. Á síðasta ári framleiddi Kia alls 335.600 bíla í verksmiðjunni sem er hæsta framleiðsla sem bílaframleiðandinn hefur náð á einu ári í verskmiðjunni.
Á myndinni má sjá þá Þorgeir Pálsson og Kjartan Steinarsson afhenta Elvari Unndóri Sveinssyni nýjan Kia Ceed GT Line sem er sannkallaður tímamótabíll sem Kia framleiðir fyrir Evrópumarkað.
English
Gerast Félagi
Eldsneytisvaktin

