Þrif á bílnum eftir veturinn

Það er fátt mikilvægara þegar kemur að viðhaldi bifreiðarinnar að huga vel að lakkinu. Veturinn er senn að baki og er því ekki ráð að taka bílinn vel í gegn fyrir sumarið eftir saltið og krap sem sest hefur á lakkið.

Lakkið gegnir ekki einungis því hlutverki að gera bílinn fallegan. Lakkið hlífir bílnum gegn ryði og tæringu. Lakkið verður fyrir miklu álagi af völdum rigningar, vegasalts, loftmengunar, svifryks og sólarljóss. Eigi lakkið að geta mætt öllu þessu álagi til langframa er nauðsynlegt að halda því í horfinu.

Eftir veturinn er nauðsynlegt að þrífa salt- og tjöruagnir af lakkinu með affitandi hreinsiefnum. Rétt er að nota þessi efni eingöngu á þvottaplönum bensínstöðva en þar eiga að vera niðurföll með skiljum vegna óæskilegra leysiefna. Þegar búið er að skola vel eftir affitunina er gott að þrífa bílinn með sápulegi og volgu vatni.

Byrjið á toppnum og vinnið ykkur niður og endið á felgum bílsins. Æskilegt er að skola bílinn vel og reglulega á meðan á sápuþvottinum stendur. Gleymið ekki að þrífa vel innan í dyrakörmum og undir hurðum enda er þar oft hætta á ryði. Þurrkið bílinn að loknum þvotti með vaskaskinni eða gúmmísköfu, byrjið að ofan og haldið niður.

Nánar og þrif og aðrar handbærar upplýsingar má nálgast hér