Þrír af hverjum fjórum Norðmönnum velja dísilbíla

http://www.fib.is/myndir/Disil-Envo.jpg

Í febrúarmánuði sl. voru nýskráðir  7222 dísilfólksbílar í Noregi. Á sama tíma í fyrra voru nýskráðir dísilbílar 3484 sem þýðir að 37% fleiri bílar seldust í febrúarmánuði en á sama tíma í fyrra. Í febrúarmánuði sl voru dísilbílar  43,4% af fólksbílaflota Norðmanna. Fyrir áratug voru þeir einungis 6,3%.

Talsmaður upplýsingamiðstöðvar umferðarinnar í Noregi segir við dagblaðið Aftenposten að þessi mikla aukning dísilbíla sé eðlileg í ljósi umræðu um losun gróðurhúsalofttegunda og mengunarefna auk þess sem verið sé að breyta notkunarsköttum á bíla og skattleggja notkun þeirra eftir útblæstri gróðurhúsalofts frá þeim. Því til viðbótar hafi margir sem ætluðu að fá sér nýjan bíl á seinnihluta síðasta árs beðið með það þar til ljóst yrði hvernig skattamálunum yrði háttað. Þegar það var orðið ljóst um áramótin hefði stíflan brostið.

Mest seldu bifreiðategundirnar í Noregi í febrúar eru Toyota, Volkswagen, Peugeot, Ford, Volvo, Opel, Skoda, Audi, Honda og Mercedes Benz.
Mest seldu bílagerðirnar eru Volkswagen Passat, Toyota Avensis, Toyota Corolla, Toyota Rav4, Volkswagen Golf, Skoda Octavia, Peugeot 307, Toyota Yaris, Ford Focus og Volvo V50