Þungaskatturinn af dísilfólksbílum á föstudaginn

Þann fyrsta júlí eða nk. föstudag leggst þungaskattskerfið niður og frá og með þeim degi munu eigendur dísilbíla greiða olíugjald í verði hvers lítra. Olíugjaldið er 41 króna plús vsk. þannig að verðið á olíunni verður mjög svipað og á bensíninu, eða u.þ.b. krónu lægra.
Olía sem ekki ber olíugjald verður lituð. Þessa olíu má alls ekki nota á bíla og skráningarskyld ökutæki almennt. Litaða (gjaldfrjálsa) olían er eingöngu ætluð til iðnaðar, á vinnuvélar, til húsahitunar, raforkuframleiðslu, á landbúnaðartæki og skip og báta undir 6 m að lengd.