Þúsundir missa vinnuna hjá BMW

Þýski bílaframleiðandinn BMW stendur frammi fyrir miklum hagærðingum í rekstri fyrirtækisins. Samningar tíu þúsund starfsmanna verða ekki endurnýjaðir. Forsvarsmenn fyrirtæksins sögðu í samtölum við þýska fjölmiðla að kórónuveirufaraldurinn væri stærsti orsakavaldurinn fyrir þessum hremmingum.

Fyrirhugaðar uppsagnir ná ekki bara til starfsmanna í höfuðstöðvum BMW í Munchen heldur til ýmsar starfsstöðvar víða um heim. BMW hefur átt í viðræðum við stéttarfélög vegna komandi ráðstafanna og verður allt gert til að koma fólki sem missir vinnuna í önnur störf. Útlitið er ekki gott í þeim efnum nú um stundir.

Margir bílaframleiðendur eiga í miklum erfiðleikum og telja sérfræðingar að það muni taka langan tíma fyrir þá að rétta úr kútnum á nýjan leik.