Þýskar bílaverksmiðjur fara hægt af stað

Þýskir bílaframleiðendur, þar á meðal Volkswagen og Mercedes Benz, munu að hluta til opna verksmiðjur sínar í Þýskalandi í næstu viku. Í byrjun verður aðeins unnið á einni vakt og farið eftir ströngustu fyrirmælum stjórnvalda. Stjórnvöld segir baráttuna við kórónaveiruna halda áfram, ekki megi sofna á verðinum en ákveðið hefði verið að verlanir opni í næstu viku og skólar 4. maí.

Í tilkynningu frá Mercedes Benz kemur fram að verksmiðjur þess í Hamborg, Berlín og Untertuerkheim muni hefja framleiðslu í næstu viku. Ennfremur verksmiðjan fyrirtækisins í Berlín sem framleiðir vélarstjórnunarkerfi fyrir ökutæki sem seld eru í Kína.

Volkswagen segist ætla að opna verksmiðjur sínar í Zwickau í Þýskalandi og í Bratislava í Slóvakíu 20. apríl. Tekið er skýrt fram að afköstin í verksmiðjunum verði ekki mikil fyrst um sinn og framhaldið í raun óljóst með öllu.

BMW hefur ekki enn sem komið er ekki gefið út hvenær fyrirtækið hefji sína framleiðslu að nýju. Verksmiðja BMW í Munchen verði lokuð út þennan mánuð að minnsta kosti.