Þýski bílaiðnaðurinn vill skattana burt af „120 gramma“ bílunum
			
					09.05.2008			
	
	
Matthias Wissmann stjórnarformaður VDA, sambands þýskra bílaframleiðenda og fyrrverandi ráðherra fjarskipta í Þýskalandi, telur að besta aðferðin við að fjölga umhverfismildum bílum sé að grundvalla bílaskatta á koldíoxíðútblæstri þeirra – því minni koldíoxíðútblástur, þeim mun lægri skattar. Þeir bílar sem gefa frá sér 120 grömm af koldíoxíði á kílómetra eða minna, verði algjörlega skattlausir.
Matthias Wissmann segir í viðtali við tímarit samtakanna að langflestir kaupendur lítilla og meðalstórra bíla í Þýskalandi séu með mánaðartekjur upp að 2 þúsund evrum. Með því að lækka skattana af sparneytnu bílunum skapist þessum hópi svigrúm til að eignast nýjan bíl og um leið nást mikilvæg markmið um minnkandi koldíoxíðútblástur frá samgöngum.
 English
English 
							 Gerast Félagi
 Gerast Félagi Eldsneytisvaktin
 Eldsneytisvaktin 
					 
					 
					 
					 
					 
					
