Tilkynning um eigendaskipti ökutækja komin á island.is

Nú hafa tilkynningar um eigendaskipti ökutækja og meðeigenda ökutækja flust yfir á Ísland.is. Ferlið er að fullu stafrænt, hefur verið endurbætt og er nú mun notendavænna en áður að því er fram kemur í tilkynningu frá Samgöngustofu.

Tilkynnt er um eigendaskipti ökutækis á island.is og þarf það að gerast innan 7 daga frá sölu. Ferlið er eftirfarandi:

  1. Seljandi fyllir út tilkynninguna og greiðir fyrir skráningu.
  2. Kaupandi/meðeigandi/umráðamaður undirritar tilkynninguna rafrænt.
  3. Eigandaskiptin eru sjálfkrafa skráð í ökutækjaskrá.

Áður en eigendaskipti eru tilkynnt er mikilvægt að kanna stöðu ökutækisins með tilliti til veðbanda, tjónaferils og fleiri atriða sem útlistað er í grein um kaup og sölu ökutækis.

Nánari upplýsingar má finna á island.is.