Tilkynningar um innkallanir á bílum frá Neytendastofu

Fram kemur á heimasíðu Neytendastofu að Toyota á Íslandi þurfi að innkalla 329 Toyota bíla af tegundunum Prius, Prius Plug-in og C-HR Hybrid sem framleiddar voru á árabilinu 2015 til 2018. Um er að ræða 14 Prius Plug-in bíla, 39 Prius bíla og 276 C-HR bíla.

Fram kemur hjá Neytendastofu að ástæðu innköllunarinnar sé að bílarnir hafi vélarrafkerfi sem er tengist við stjórntölvu.. ,,Hlíf er við rafkerfið þar sem það tengist inná tölvuna. Vegna misræmis við samsetningu getur rafkerfið lagst upp að hlífinni. Ef ryk eða aðrar agnir hafa safnast saman milli hlífarinnar og rafkerfisins getur titringur frá vélinni valdið því að agnirnar nudda sig gegnum kápuna á rafkerfinu og inn að vírum sem þar eru. Ef kápan á vírunum skemmist getur orðið skammhlaup milli tveggja víra og við það myndast hiti. Ef nægur hiti myndast við skammhlaupið er aukin eldhætta.”
Innköllunin felst í því að umrætt rafkerfi verður skoðað og skipt út ef þess þarf. Skoðunin og viðgerðin er eigendum að kostnaðarlausu og áætlað era ð aðgerðin taki frá 20 mínútum til 4.7 klukkustunda. Eigendum bílanna verður gert viðvart bréfleiðis.
Neytendastofa hvetur bíleigendur til að fylgjast vel með hvort að verið sé að innkalla þeirra bíla og hafa samband við umboðið ef þeir eru í vafa.

Askja innkallar 64 Kia Picanto TA
Neytendastofu hefur borist tilkynning frá Bílaumboðinu Öskju að innkalla þurfi 64 Kia Picanto TA bíla af árgerðinni 2011-2012. ,,Ástæða innköllunarinnar er að eldsneytishosur milli eldsneytistanks og áfyllingarrörs gætu verið gallaðar og valdið leka. Viðgerð felst í því að skipt verður um eldsneytishosur. Aðgerð er eigendum að kostnaðarlausu og tekur u.þ.b.1 klst. Eigendum þessara bifreiða verður tilkynnt um innköllunina bréfleiðis.”
Neytendastofa hvetur bíleigendur til að fylgjast með því hvort verið sé að innkalla þeirra bíla og hafa samband við Öskju ef þeir eru í vafa.