Tímamótabíll að verða að veruleika
Nú virðist sem skriður sé að komast á borgarbíl Formúlu- og ofursportbílahönnuðarins Gordon Murray sem sagt hefur verið frá hér á fréttavef FÍB og í FÍB blaðinu. Stórir bílaframleiðendur eru sagðir áhugasamir um að hefja framleiðslu á bílnum. (Hér lýsir Murray sjálfur bílnum).
Gordon Murray fékk nýlega myndarlegan styrk frá breskum tækninýjungasjóði til að ljúka verkefninu sem kostað hefur samtals 9 milljónir breskra punda og staðið hefur yfir í um 17 mánuði. Tveir bílaframleiðendur hafa sýnt því áhuga að framleiða bílinn og að sögn breskra fréttamiðla er líklegt að framleiðslan hefjist í Bretlandi innan ekki svo langs tíma. Nokkrar frumgerðir hafa verið byggðar og reynsluakstur inni á lokuðum svæðum og gagnasöfnun stendur yfir. Reynsluakstur í almennri umferð hefst síðan 5. nóvember nk. í framhaldi af almennri kynningu á bílnum og verkefninu í heild, sem haldin verður á vegum RAC, hins konunglega breska bílaklúbbs.
![]() |
![]() |
| T. 27. Ökumannssætið er fyrir miðju og til beggja handa við það sést fóta-rými fyrir aftursætafarþegana. |
Bíllinn, sem nefnist T. 25 (brunahreyfill) og T. 27 (rafmótor) er þriggja manna. Sjálft verkefnið og rafútgáfan var kynnt á fréttamannafundi í höfuðstöðvum konunglega breska bílaklúbbsins fyrr í þessari viku og töluðu aðstandendur um heimsins orkunýtnasta bíl.
Þótt hönnunar- og hugmyndavinnan hafi ekki staðið lengur en 17 mánuði þá hafa menn á þeim skamma tíma hannað bíl og framleiðsluferli frá grunni og í ofanálag rafmótorinn líka, sem er frá Zytec Automotive.
T. 27 er sérstaklega hugsaður sem borgarbíll með mikið notagildi, öruggur fyrir fólkið í honum, ódýr í kaupum og rekstri og mjög umhverfismildur. Breskir bílamenn sem skoðað hafa fyrirbærið segja að bíllinn sé ekki minni bylting en fyrsti Mini-bíllinn var á sínum tíma.
Búið er að árekstrarprófa bílinn tvisvar sinnum, nú síðast eftir aðferðafræði og vinnulagi EuroNCAP og niðurstaðan er sú að bíllinn sé mjög öruggur þótt smár sé.
English


Gerast Félagi
Eldsneytisvaktin

