Tímamótatíðindi frá Volkswagen

http://www.fib.is/myndir/VW-Vetnisbill.jpg


Vísindamenn sem starfa hjá Volkswagen hafa að því virðist náð tímamótaárangri í þróun efnarafala. Í frétt frá Volkswagen segir að vísindamennirnir hafi náð tökum á tækni sem sé lykillin að því að hægt sé að raðframleiða vetnisbíla sem samkeppnishæfir eru við hefðbundna bíla. Nú sé það ekki lengur draumsýn að fjöldaframleiddir vetnisbílar verði orðnir að veruleika 2020.

Í stuttu máli felur árangur þeirra Volkswagenmanna það í sér að efnarafalar þeirra verða miklu afkastameiri, minni um sig og ódýrari en áður hefur þekkst. Galdurinn við þetta er ný gerð af sérstakri himnu sem hleypir rafeindum í gegnum sig, sem og nýjum elektróðum. Vísindamenn Volkswagen hafa unnið að því að þróa efnarafal sem vinnur við háan hita (HT-BC) sem eru laus við þá annmarka sem þeir lághita efnarafalarar (LT-BC) hafa sem hingað til hafa þekkst . Í frétt Volkswagen af þessu máli segir að hópur vísindamanna hafi starfað að þróun háhitaefnarafalsins undanfarin sjö ár.

Jürgen Leohold prófessor er yfirmaður rannsókna hjá VW. Hann segir að háhita- efnarafallinn muni gera vetnisbíla framtíðarinnar mun léttari en hingað til, hann muni verða miklu endingarbetri og síðast en ekki síst mun ódýrari. Þar með sé verstu hindrununum í vegi vetnisbíla með efnarafal rutt úr vegi. –Við getum ekki séð að lághita efnarafalar eigi sér nokkra framtíð úr þessu,- segir Leohold.
Hér má lesa fréttina í heild.