Tíu ára starf EuroNCAP margfalt árangursrríkara en allar opinberar tilskipanir og afskipti nokkru sinni

The image “http://www.fib.is/myndir/Umf.Max.jpg” cannot be displayed, because it contains errors.
Max Mosley
„Það sem áunnist hefur þau tíu ár sem EuroNCAP  hefur starfað er augljóst: Með tilkomu EuroNCAP - óháðrar stofnunar sem aflar og miðlar upplýsingum til neytenda, hafa orðið stórstígar framfarir í þróun og notkun tækni í nýjum bílum sem eykur öryggi fólks, forðar slysum á fólki og bjargar mannslífum. Framfarir í bílasmíði sem miða að því að verja og vernda fólkið í bílnum hafa verið stórstígar og margfalt árangursríkari en hefðbundnar opinberar tilskipanir og staðlar hafa nokkru sinni verið.
Næsta markmið er það að halda áfram á sömu braut með bílana en færa jafnframt áhrifamátt EuroNCAP yfir á aðra þætti umferðaröryggis,“ sagði Max Mosley fyrr í dag á málþingi sem haldið er í Brussel í tilefni af tíu ára afmæli EuroNCAP.
Nánar verður greint frá málþinginu í Brussel hér á fréttasíðu FÍB síðar.