Topp-bensín?

Forvitnileg mynd af sérútbúnum bíl á ferðinni í Kópavogi og furðulegum búnaði á þaki hans barst okkur frá FÍB félagsmanni í vikunni.

Engu er líkara en að búið sé að koma fyrir auka-bensíntanki fyrir á toppnum og að pappakassa hafi verið skotið undir brúsann, kannski til þess að hann tolli betur. Búnaðurinn virðist vera bundinn niður með snæri og úr brúsanum liggur slanga sem fer undir húddið og gæti hugsanlega verið tengd við eldsneytisrör. Vera kann að eldsneytisgeymirinn aftan undir bílnum sé orðinn lekur og eigandinn því tekið það til bragðs að koma fyrir nýjum eldsneytisgeymi á þaki bílsins og það sé hlutverk brúsans. Um það vitum við hins vegar ekkert. Hægt að stækka myndina með því að smella á hana og þá sést þessi sérkennilegi búnaður betur.