Toyota dregur þrjár gerðir út af Evrópumarkaði

The image “http://www.fib.is/myndir/Toyotalogo.jpg” cannot be displayed, because it contains errors.
Hinn hreinræktaði sportbíll Toyota MR2 og hinn sportlegi Toyota Celica ásamt stóra fjölnotabílnum Previa verða allir teknir út af evrópskum bílamarkaði frá og með næsta ári. Samkvæmt Automotive News er ástæðan sú að Toyota hyggst einbeita sér að þeim gerðum sem hannaðar eru og framleiddar í Evrópu sjálfri. Með því að fækka gerðum, verði auðveldara að ná markmiðum og kvótum um bílagerðir sem sleppa minna magni koltsýrings út í andrúmsloftið frá árinu 2009 en sem nemur 140 grömmum á hvern ekinn kílómetra.
En önnur þungvæg ástæða þessa er þó sú að þessar þrjár bílgerðir hafa ekki selst í stórum upplögum. Í allri Evrópu seldust árið 2005 6.600 eintök af Celica, 5.400 af Previa og 2.900 af MR2.
The image “http://www.fib.is/myndir/MR2_Spyder.jpg” cannot be displayed, because it contains errors. The image “http://www.fib.is/myndir/ToyotaCelica.jpg” cannot be displayed, because it contains errors.
Toyota MR2 Spyder tv. og Toyota Celica og Previa fyrir neðan. Allir af Evrópumarkaði frá áramótum.
The image “http://www.fib.is/myndir/Previa.jpg” cannot be displayed, because it contains errors.