Toyota dregur úr framleiðslunni

Japanski bílaframleiðandinn Toyota hefur tilkynnt að draga þurfi úr framleiðslunni í október um 6,3%. Framleiddir verða um 750 þúsund færri bílar vegna skorts á hálfleiðurum.

Tilkynningin kemur um viku eftir að þessi stærsti bílaframleiðandi heims, miðað við sölu, gaf út framleiðslumarkmið sitt, um 800.000 bíla á heimsvísu fyrir næsta mánuð. Þetta eykur áhyggjur af því að skortur á íhlutum muni halda áfram að hefta framleiðslu á seinni hluta fjárhagsársins til 31. mars.

Toyota segir hins vegar í tilkynningu að 9,7 milljón bílaframleiðslumarkmið fyrirtækisins fyrir yfirstandandi fjárhagsár hafi ekki breyst að svo stöddu.

Fyrirtækið sagði einnig að það muni stöðva framleiðslu á sumum framleiðslulínum í Japan í allt að 10 daga. Það er ljóst að ef stríðið í Úkraníu dregst á langinn muni það hafa enn frekari áhrif á bílaframleiðsluna. Allir bílaframleiðendur standa frammi fyrir þessum vanda sem ekki sér fyrir endan á alveg á næstunni.