Toyota innkallar 139 bifreiðar

Neytendastofu hefur borist tilkynning frá Toyota á Íslandi um að innkalla þurfi Toyota og Lexus  bifreiðar af árgerð 2019.  Um er að ræða 74 Toyota Corolla bifreiðar, 63 Toyota Rav4 Bifreiðar og 2 Lexus UX bifreiðar.  Alls eru því 139 bifreiðar í þessari innköllun.

Ástæða innköllunarinnar er að möguleiki er á að ekki sé búið að virkja sjálfvirkt neyðarhringingarkerfi umræddra bifreiða. Við innköllun er neyðarhringingarkerfið skoðað og virkjað sé það óvirkt. Skoðun og viðgerð tekur innan við 10 mínútur samkvæmt upplýsingum frá Toyota. Viðkomandi bifreiðareigendum verður tilkynnt um innköllunina bréfleiðis.

Neytendastofa hvetur bifreiðaeigendur til að fylgjast vel með hvort að verið sé að innkalla þeirra bifreiðar og hafa samband við umboðið ef þeir eru í vafa.