Toyota innkallar 261 Proace bifreiðar

Neytendastofu hefur borist tilkynning frá Toyota á Íslandi ehf um að innkalla þurfi 261 Toyota Proace bifreiðar af árgerð 2016 - 2018. Um er að ræða fjölþætta innköllum sem snýr að mismuandi orsökum.

Um er að ræða mögulegt slit í bremsuslöngu. Einnig þarf að innkalla nokkra bíla vegna gruns um að handbremsa geti verið gölluð. Innkalla þarf bíla af þessari gerð vegna gruns um slit í eldsneytisslöngu. Innkalla þarf bíla af þessari gerð vegna að athuga þarf bolta sem festa öryggisbelti.

Viðkomandi bifreiðareigendum verður tilkynnt um innköllunina  bréfleiðis. 

Neytendastofa hvetur bifreiðaeigendur til að fylgjast vel með hvort að verið sé að innkalla þeirra bifreiðar og hafa samband við umboðið ef þeir eru í vafa.