Toyota innkallar Toyota Proace bifreiða

Neytendastofu hefur borist tilkynning frá Toyota á Íslandi um innköllun á 4 Toyota Proace sendibílum, framleiðslutímabil 2016-2017.

Ástæða innköllunarinnar er að festing fyrir kælidælu í loftræsikerfi (A/C) gæti verið ranglega hert. Þetta getur leitt til þess að dælan losni frá vélinni og falli á götuna.
Toyota á Íslandi mun hafa samband við viðeigandi bifreiðaeigendur.

Neytendastofa hvetur bifreiðaeigendur til að fylgjast vel með hvort að verið sé að innkalla þeirra bifreiðar og hafa samband við Toyota á Íslandi ef þeir eru í vafa.