Toyota IQ

http://www.fib.is/myndir/Toyota_iq.jpg

Toyota IQ, lítill þriggja manna borgarbíll, sem sýndur var á bílasýningunni í Frankfurt sl. haust sem hugmyndarbíll er nú að fara í framleiðslu og verður sýndur í framleiðsluútgáfu á bílasýningunni í Genf eftir hálfan mánuð.

IQ er skammstöfun fyrir Intelligence quotient, eða greindarvísitala. Hann er rétt um þriggja metra langur og rúmar þrjá fullorðna og eitt barn. Stólarnir eru færanlegir þannig að auðvelt er að hagræða í bílnum eftir þörfum fyrir farangursrými. Bíllinn er um níu sm styttri en upphaflegi Mini bíllinn var eða ámóta mikill um sig og Smart Fortwo. http://www.fib.is/myndir/ToyotaIQ2.jpg

Ekkert hefur enn verið gefið upp um atriði eins og afl, eyðslu og hámarkshraða en það bíður sjálfssagt Genfarsýningarinnar. Evrópskir bílafjölmiðlar telja sig þó hafa vissu fyrir því að vélin verði mótorhjólsmótor frá  Yamaha. Ennfremur gera þeir ráð fyrir því að framleiðsla á bílnum hefjist með haustinu.