Toyota söluhæsta bílategundin það sem af er árinu

Nýskráningar fólksbifreiða eru 318 bílum fleiri það sem af er árinu í samanburði við sama tímabil á síðasta ári. Þetta kemur fram í nýjum sölutölum frá Bílgreinasambandinu.

Á þessu ári eru nýskráningar orðnar 4.420 en voru 4.102 fyrstu 15 vikurnar í fyrra. Bílar til almennra notkunar nema 55,2% en til bílaleiga 44,3%.

Toyota hefur að nýju skotist upp í efsta sæti í fjölda nýskráninga, alls 735 bílar sem gerir um 16,6% hlutdeild á markaðnum. Tesla er í öðru sæti með 641 bíla sem er um 14,5% hlutdeild. Nýskráningar í Kia eru 591 bífreiðar sem er um 13,4% hlutdeild. Þessar bílategundir skera sig nokkuð úr en Dacia kemur í fjóðra sætinu með 362 bíla.Í næstum sætum koma Hyundai með 244 og Volkswagen með 179.

Það sem af er árinu er hlutdeild rafmagnsbíla mest. Samtals eru nýskráningar í þeim flokki alls 1.835 bílar sem er um 41,5%. Hybridbílar koma í öðru sæti með 820 bíla og dísilbílar eru í þriðja sæti með 625 bíla. Tengiltvinnbílar eru í fjórða sætinu með 596 bíla og bensínbifreiðar eru alls 52 það sem af er árinu.