Toyota stærst í heiminum 2014

Toyota er ennþá stærsti bílaframleiðandi heims samkvæmt endanlegum bílasölutölum alls heimsins. Bráðabirgðatölur sem fyrir lágu rétt eftir síðustu áramót bentu til þess að Volkswagen samsteypan hefði skotist upp fyrir Toyota en þegar allt kom til alls reyndist svo ekki vera. En það er mjótt á munum. Þriðji stærsti bílaframleiðandinn er svo General Motors með 9,9 milljón bíla sölu 2014.

Alls seldust í heiminum öllum 10,23 milljónir Toyota bílar árið (Toyota, Lexus, Daihatsu o.fl) 2014 en 10,14 bílar frá Volkswagen samsteypunni (Volkswagen, Audi, Skoda, Seat o.fl). Þetta er þá í fyrsta sinn sem bæði fyrirtækin ná að rjúfa 10 milljón bíla múrinn. En það er hugsanlegt að Volkswagen nái að skríða fram úr Toyota á þessu ári. Þar kemur tvennt til. Spáð er 9 prósenta samdrætti á japanska bílamarkaðinum, heimamarkaði Toyota; Sá samdráttur mun ekki koma sérstaklega við Volkswagen. Hins vegar stækkar hlutur Volkswagen á kínverska bílamarkaðinum stöðugt og þar verða nokkrar nýjar bílaverksmiðjur VW teknar í notkun á árinu.