Toyota stofnar Evrópuskóla fyrir bílasmiði

http://www.fib.is/myndir/ToyotaUrbanCruiser.jpg

Hugmyndabíllinn Toyota Urban Cruiser sem sýndur var í Genf á dögunum.

Toyota rekur um þessar mundir 52 bílaverksmiðjur í 26 löndum. Toyotabílar hafa orð á sér fyrir lága bilanatíðni og rekstraröryggi og til að styrkja það orðspor enn frekar hefur Toyota nú stofnað skóla fyrir bílasmiði í verksmiðjum sínum.
Nýjasti Toyota-skólinn er á landi bílaverksmiðju Toyota í bænum Burnaston í Derbyshire í Bretlandi.
Við skólann starfa 16 kennarar og er þeim ætlað að kenna og þjálfa þúsund starfsmenn í bílaverksmiðjum Toyota um alla Evrópu á hverju ári héðan í frá. Toyota rekur samskonar skóla í Japan og í Bandaríkjunum og opnar senn þann þriðja í Tælandi.