Trollhättan slær í gegn í Genf

http://www.fib.is/myndir/SaabAero1.jpg
Saab hefur tekist að slá rækilega í gegn á Genfarbílasýningunni með nýja sportbílnum Saab Aero X. Saab Aero, sem að vísu er enn sem komið er einungis hugmyndarbíll, er sá bíll sem hvað mesta athygli vekur á sýningunni.

Saab var áður bæði bíla- og flugvélaverksmiðja í eigu Wallenberg-milljarðamæringafjölskyldunnar sænsku en er nú í eigu GM. Tap hefur verið á rekstrinum undanfarin ár og ekki hefur ástandið verið skárra hjá móðurfyrirtækinu og framtíð Saab því verið í mikilli óvissu. Hinar góðu mótttökur sem Saab Aero fær nú styrkja því ímynd Saab sem framsækins bílafyrirtækis sem byggir framúrstefnulega en vandaða og góða bíla.
Erlendir bílafjölmiðlar lýsa Saab Aero sem sérstæðum sportbíl með yfirbragð flugvéla yst sem innst og með keim af umhverfismildi, enda gengur hann fyrir etanólblönduðu bensíni.

Vélin í Saab Aero X er 2,8 lítra V6 með túrbínu, 400 hestöfl og vinnslan er 500 Newtonmetrar. Engar eiginlegar hurðir eru í bílnum heldur lyftist toppurinn allur og hliðarnar ganga upp og framávið. Þetta er flókinn og dýr búnaður í framleiðslu og spurningin er því hvort þessi bíll verði einhverntíman fjöldaframleiddur? Svarið við því er nei, segir Jan Ake Jönsson forstjóri Saab. Hann segir að markmiðið með því að sýna þennan bíl sé ekki það að gefa til kynna að hann sé tilbúinn til að fara í fjöldaframleiðslu, heldur sá að sýna fram á hvað er mögulegt í sambandi við smíði bíla og til að sýna svart á hvítu að það sé sannarlega lífsmark með Saab og meir en það – Saab sé sprelllifandi og búi yfir kunnáttu og hugmyndaauðgi sem aldrei fyrr.
http://www.fib.is/myndir/SaabAeroframan.jpghttp://www.fib.is/myndir/SaabAerohlid.jpghttp://www.fib.is/myndir/SaabAeroinni.jpg

The image “http://www.fib.is/myndir/SaabAeroopnar.jpg” cannot be displayed, because it contains errors.