Tryllitækin í forgunni í Genf

Sú olíuverðlækkun sem orðið hefur undanfarið á eftir að endurspeglast nokkuð sterklega á bílasýningunni í Genf sem er skammt framundan. Á Genfarsýningunni sýna evrópsku bílaframleiðendurnir jafnan það nýjasta og framsæknasta hverju sinni. Þegar eldsneytisverð var í hæstum hæðum var megináherslan á sparneytna bíla, en nú, þegar það hefur lækkað verulega er öldin greinilega önnur, því að mest áhersla verður á kraftmikla, hraðskreiða og dýra bíla. Sýningin verður opnuð blaða- og fjölmiðlafólki dagana 3. og 4. mars nk. og síðan öllum almenningi frá og með 5. mars. Hér eru nokkrir

Aston Martin

http://fib.is/myndir/Vulcan.jpg

Aston Martin frumsýnir kappakstursbílinn Vulcan. Þetta er keppnisbíll sem að sögn framleiðandans er sá rosalegasti sem frá hinum breska framleiðanda í 102 ára sögu hans. Vulcan verður hins vegar enginn fjöldaframleiðslubíll því að gert er ráð fyrir því að einungis 30 bílar verði byggðir. Vélin í tækinu er 12 strokka og a.m.k. 750 hestöfl.  Reiknað er með að nýr forstjóri Aston Martin muni líka gefa einhverjar yfirlýsingar um hvort Aston Martin jeppi sé væntanlegur eða ekki.

Audi

http://fib.is/myndir/Audi-R8.jpg

Audi frumsýnir nýja kynslóð R8 ofurbílsins. Líklegt er talið að kynnt verði einnig rafmagnsútgáfa nýja R8 bílsins og auk þess frumgerð ofurskutbíls sem kallast Prologue Avant.

Nýi R8 bíllinn deilir sömu vél og sama undirvagni og ítalska tryllitækið Lamborghini Huracan. Vélin er V10, 610 hö.

 

Bentley

http://fib.is/myndir/Bentley-continental-gt.jpg

Bentley sýnir frumgerð tveggja sæta sportbíls sem ætlað er að keppa á markaði við Ferrari California T og Aston Martin Vantage. Fyrir hjá Bentley er virðuleikasportbíllinn Continental GT.

 

Borgward

http://fib.is/myndir/Borgward-Concept.jpg

Borgward er gamalt þýskt bílmerki sem varð gjaldþrota fyrir 54 árum. Borgward bílarnir þóttu á sínum tíma einkar fallegir. Nú hyggst barnabarn gamla Carls Borgward; Christian,  endurreisa merkið og sýnir frumgerð nýs Borgward bíls sem byggður hefur verið í samvinnu við kínverskan bílaframleiðanda.

BMW

http://fib.is/myndir/BMW-2-Gran-Tourer.jpg

BMW í Munchen í Þýskalandi hefur lengi framleitt ágæta fólksbíla og lengst af auðkennt stærðarflokka sína með tölustöfum frá 3-7. BMW hefur haldið fast í það að hafa vélarnar frammi í bílunum og drifið á afturhjólum, en nú er að verða breyting á hvoru tveggja. BMW frumsýnir í Genf nýjan fjölnotabíl sem sérstaklega er hugsaður fyrir þarfir ungra fjölskyldna. Bíllinn tilheyrir hinni nýju 2-línu BMW og er gerðarheitið Gran Tourer. Hann er framhjóladrifinn, sjö sæta. Þrátt fyrir sætin sjö (þrjár sætaraðir) er bíllinn ekkert lengri en systurbíllinn og fyrirrennarinn Active Tourer sem er fimm sæta.

Ferrari

http://fib.is/myndir/Ferrari-488-gtb.jpg

Ferrari frumsýnir Ferrari 488 GTB. Vélin í honum er 3,9 lítra V8 með tveimur túrbínumk, 660 hö. Hann er þrjár sekúndur að ná 100 km hraða úr kyrrstöðu.

 

Ford

http://fib.is/myndir/Ford-Focus-RS-6.jpg

Ford frumsýnir sportútgáfu fjölskyldubílsins Focus. Hún nefnist Focus RS og verður fyrsti RS-bíllinn frá Ford sem seldur verður á Bandaríkjamarkaði frá og með næsta ári. Hann er fjórhjóladrifinn. Vélin er 4 str. 2,3 l með túrbínu – 315 hestafla. 

 

Hyundai

http://fib.is/myndir/Hyundai-tucson-16.jpg

Jepplingurinn Hyundai Tucson hefur verið frískaður upp, skerpt á útlínum og reynt með því að skapa honum sérstöðu í þessum vinsæla flokki bíla.

 

 

Infiniti

http://fib.is/myndir/Infiniti-Q30-Concept.jpg

Með hinum nýja QX30 sem eiginlega er millistig jepplings og fólksbíls (Crossover) er þess freistað að ná fótfestu meðal ungs vel stöndugs fólks. Infiniti sem er undirmerki Nissan hefur gert þennan nýja bíl í tæknilegri samvinnu við Mercedes en þaðan er undirvagninn. Hann er sá sami og í Mercedes GLA.

Kia

http://fib.is/myndir/Kia-sportspace.jpg

Kia Sportspace er frumgerð nýs langbaks af millistærð.

 

 

 

Lexus

http://fib.is/myndir/Lexus-LF-SA.jpg

Lexus sýnir frumgerð að framtíðarbíl sem gæti hugsanlega keppt á markaði við Mini Cooper. Þessi bíll kallast LF-SA en ekkert hefur verrið látið uppi um bílinn að öðru leyti.

 

 

MCLaren

http://fib.is/myndir/Mclaren_650S.jpg

Breski sport- og ofurbílaframleiðandinn McLaren frumsýnir tvo bíla í Genf; P1 GTR og 675LT. Sá fyrrnefndi er kappaksturs-tvinnbíll með tveggja túrbína, 3,8 l V8, 986 ha. Bensínvél og rafmótor. Þessi bíll er einungis til nota á kappakstursbrautum.

Hinn bíllinn; 675LT er sportbíll sem hægt verður að skrá til almennrar notkunar. Vélin í honum er líka 3,8 lítrar að rúmtaki en „aðeins“ 666 hö.

Mercedes Benz

http://fib.is/myndir/Mercedes-Pullman.jpg

Mercedes sýnir lúxusbílinn Mercedes Maybach Pullman en þetta er bíll fyrir hina ofurríku sem sitja sjálfur afturí og láta einkabílstjóra um aksturinn. Aftur í bílnum eru sæti fyrir fjóra en framí sitja ökumaður og lífvörður. Skothelt gler aðskilur rýmin tvö, en þeir sem afturí sitja geta stjórnað því hvort þessi glerveggur sé opinn eða lokaður.

Opel

http://fib.is/myndir/opel-karl-2015.jpg

Opel verður framvegis Evrópumerki General Motors sem nú er að draga Kóreu-Chevrolet bílana út af markaðinum þar. Varahlutaþjónusta fyrir þá sem þegar eru í umferð verður haldið áfram, en engir nýir Chevrolet (áður Daewoo) verða í boði eftir næstu áramót. Í Genf verður hinn nýi Opel Karl í forgrunni hjá Opel, en hann leysir smábílinn Chevrolet Spark af hólmi og er reyndar byggður á sömu grunnplötu og næsta kynslóð Spark.

Porsche

http://fib.is/myndir/Porsche-Cayman-GT4.jpg

Porsche frumsýnir hinn nýja Cayman GT4 í Genf. Vélin er sex strokka boxervél, sú sama og er í Carrera S. Hún er 385 hö.

 

 

Rolls Royce

http://fib.is/myndir/Rolls-Royce-Phantom.jpg

Hjá Rolls Royce hefur fengist staðfesting á því að verið sé að þróa hábyggðan bíl sem kemst leiðar sinnar hvar sem er. Engin staðfesting hefur hins vegar fengist á því að þessi bíll verði sýndur í Genf nú. Hins vegar verður sýndur bíllinn Serenity sem er einskonar afleiða af Rolls Royce Phantom.