Tucson vinsælasti erlendi fjölskyldubíllinn í Þýskalandi

Að mati lesenda Bild am Sontag í Þýskalandi er jepplingurinn Hyundai Tucson fjölskylduvænsti innflutti bíllinn í ár (most family-friendly import car 2019). Þetta er í annað sinn sem lesendur velja Tucson þann besta en að þessu sinni hafði hann betur í samkeppni við sextán aðrar bíltegundir í kosningunni.

Í könnun ritnefndar Bild am Sontag höfðu lesendur sautján bíla til að kjósa um og völdu þeir fimm bíla til að komast áfram í úrslit. Þeim var svo úthlutað til fimm fjölskyldna sem prófuðu alla bílana á nokkra daga tímabili hjá prófunarmiðstöðinni DEKRA Test Center í Lausitzring í Saxlandi.

Bílarnir hlutu svo einkunnir í ýmsum flokkum prófsins, m.a. fyrir það hversu þægilegir þeir eru í umgengni við dagleg not, gæði búnaðar og frágang inntéttingar, almenn þægindi, verð og frammistöðu auk akstursánægju.

Í ljós kom að lesendurnir mátu rýmið í Hyundai Tucson, fjölþætt notagildi, gott öryggi og þægindi farsímasamþættingar bílsins meðal helstu kosta Tucson, auk þess sem hann var sá eini með fimm ára ábyrgðartryggingu.

Alls seldust rúmlega ellefu þúsund nýir Tucson fyrstu fimm mánuði þessa árs í Þýskalandi. í maímánuði einum voru um 2.600 nýskráðir, 43% fleiri en í sama mánuði í fyrra og er Tucson einn vinsælasti jepplingurinn þar í landi.