Tveggja strokka bílvél frá Fiat

Boðorð dagsins í bílaheiminum er niðurfærsla (downsizing). Bílarnir og vélaraflið er ekki lengur að bólgna út eins og undanfarin fjölmörg ár, heldur þvert á móti. Og enn er Fiat í forystu í smábílunum og nú er tveggja strokka Fiatvél að koma í litlu bílana frá N. Ítalíu. Þessi nýja vél verður sýnd í Genf í næsta mánuði bæði í bílum og svo ein og sjálf.

http://www.fib.is/myndir/Fiat-2jastr.jpg
2ja strokka vélin. CO2 útblástur undir 100 g/km.

Reyndar gekk um það sterkur orðrómur þegar verið var að hanna nýju gerðina af Fiat 500 smábílnum að staðalvélin yrði tveggja strokka svipað og var í gamla Fiat 500 um og upp úr miðri síðustu öld. En þegar nýi Fiat 500 var að fæðast var bullandi gangur í evrópska bílaiðnaðinum og kannski ekki vænlegt að koma fram með einhverja smávél þá, en núna er tíminn greinilega kominn.

 En þótt þessi nýja vél sé að sönnu ekki stór (900 rúmsm) er hún í staðalútgáfu samt heil 65 hestöfl. Með túrbínu verða hestöflin 85 og síðarmeir verður hún fáanleg í 105 hestafla útgáfu.

Þessi nýja örvél verður eins og vænta mátti fyrst fáanleg í Fiat 500. Síðar kemur hún í Panda og í nýjum Alfa Ypsilon á næsta ári og reyndar heilli seríu nýrra bíla frá Fiat / Chrysler samsteypunni.

Nánast allir bílaframleiðendur vinna nú að því að minnka bílvélarnar og þegar vel tekst til koma út úr vinnu tæknifólksins vélar sem nýta eldsneytið betur, skila meira afli á hverja orkueiningu eldsneytis og menga minna. Fiat hefur haft örugga forystu í þessum efnum lengi og leggur greinilega mikla áherslu á að halda þeirri forystu. Meðal útblástur nýrra Fiatbíla var á fyrri helmingi síðasta árs var einungis 129 g af CO2 á hvern ekinn kílómetra. Þótt mælingar á eyðslu og útblæstri þessarar nýju tveggja strokka Fiatvélar hafi ekki verið gerðar opinberar þykir líklegt að CO2 útblástur hennar fari ekki yfir 100 grömm á kílómetra.

Vinnuheiti nýju örvélarinnar er SGE - Small Gasoline Engine, eða bensínsmávél. Hún er eins nú rúmtaksminnsta bensínvélin í evrópskum bíl. Eini bíllinn sem hefur eitthvað líka vél að rúmtaki er indverski smábíllinn Tata Nano. Vélin í Nano er þó enn minni, eða 623 rúmsm og 33 hestöfl. 

Tækniþróunardeild Volkswagen hefur um nokkurn tíma unnið að tveggja strokka vélum fyrir nýja smábílinn Up. Ekki þykir þó líklegt að tveggja strokka VW vélar verði að veruleika. VW muni halda sig við þriggja strokka smábílavélar sínar áfram. 

Fiat er sá evrópski bílaframleiðandi sem hvað lengsta reynslu hefur í gerð tveggja strokka véla að BMW frátöldu, sem lengi hefur gert fínar tveggja strokka boxervélar í mótorhjól sín.  (bortsett fra mc-avdelingen hos BMW) som har størst erfaring med to sylindre. Gamli Fiat 500 bíllinn fyrir tæpum 60 árum var með tveggja strokka vél afturí skotti og þegar hann svo birtist í langbaksútgáfu var vélin einfaldlega lögð á hliðina undir gólfið.