Tveggja strokka Fiat 500

http://www.fib.is/myndir/Fiat500-nyr.jpg


Hinn nýi Fiat 500, arftaki hins gamla og heimsfræga, þess sama sem bæði Ómar Ragnarsson og Michael Schumacher eiga og aka, verður eins og forverinn var um tíma – með tveggja strokka vél.

Verkfræðingar og tæknimenn Fiat í Torino eru um þessar mundir að leggja síðustu hönd á nýja vélalínu og verður minnsta vélin í henni einungis tveggja strokka. Hestöflin verða þó fleiri en voru í gömlu 500 rúmsm 13 ha. Fiat 500 vélinni því að öflugasta útfærsla nýju tveggja strokka vélarinnar verður 110 hö.
http://www.fib.is/myndir/Fiat2cylmotor.jpg
Rúmtak nýju vélarinnar verður 900 rúmsm eða svipað og í stóru mótorhjóli og verður hægt að velja milli þrigja útfærslna; 60, 90 og 110 hestafla. Eyðslan verður frá þremur til fimm lítrum á hundraðið.

Nýi Fiat 500 bíllinn kemur á markað á næsta ári en með þessari nýju tveggja strokka vél verður bíllinn fáanlegur frá árinu 2010.

http://www.fib.is/myndir/Fiat500-gamli.jpg Gamli Fiat 500 þótti hafa skemmtilega aksturseiginleika og góð eintök eru eftirsóttir gripir. Meðal þekktra manna sem halda upp á þessa bíla eru Ómar Ragnarsson og Michael Schumacher.