Tveir FÍB félagar heiðraðir

The image “http://www.fib.is/myndir/StefOddur.jpg” cannot be displayed, because it contains errors.The image “http://www.fib.is/myndir/SveinnTorfi2005.jpg” cannot be displayed, because it contains errors.
Stefán Oddur Magnússon tv. og Sveinn Torfi Sveinsson.
20. landsþing FÍB sem haldið var nýlega heiðraði tvo menn sem starfað hafa ötullega í félaginu um langa hríð og unnið að hagsmunum þess og um leið að hagsmunum íslenskra bifreiðaeigenda af heilindum og elju. Þeir eru Sveinn Torfi Sveinsson fyrrverandi formaður félagsins og Stefán Oddur Magnússon fyrrverandi varaformaður.
Sveinn Torfi Sveinsson
Sveinn Torfi Sveinsson gekkst í formannstíð sinni fyrir því að stofna félagsblaðið Ökuþór sem enn kemur út undir nafninu FÍB blaðið - Ökuþór. Hann lét sömuleiðis hanna merki félagsins eins og það er í dag. Sveinn Torfi lagði grunn að FÍB blaðinu stofnaði það og sömuleiðis hannaði hann núverandi merki félagsins.
Stóran hluta síðustu aldar voru íslenskir vegir afar ófullkomnir og bundið slitlag þekktist ekki fyrr en á síðari hluta hennar. Sveinn Torfi barðist ötullega fyrir úrbótum í þeim efnum og var sjálfur frumkvöðull að lagningu olíumalarslitlags á vegi.
Stefán Oddur Magnússon
Stefán Oddur Magnússon starfaði í framkvæmdastjórn FÍB í aldarfjórðung og var auk þess um tíma starfsmaður félagsins í hlutastarfi. Hann lagði grunn að nýjum lögum félagsins sem nýsamþykkt lög þess byggja á að stórum hluta. Stefán var lengi fulltrúi félagsins í Umferðarráði enda eru umferðaröryggismál honum hjartfólgin. Í þeim anda gekkst hann fyrir því á tímum gjaldeyrisskömmtunar og viðskiptahamla að flutt yrðu til landsins merk nýjung á sínum tíma, sem voru sérstök vetrardekk með nöglum. Hann lagði alla tíð mikla áherslu á hlutverk FÍB í málum sem varða neytendavernd og að bifreiðaeigendur nytu neytendaverndar í bílaviðskiptum. Stefán hefur alla tíð verið starfsamur og hefur alla tíð lagt félaginu mikið til af starfsorku sinni og tíma.
The image “http://www.fib.is/myndir/Sveinntorfi2.jpg” cannot be displayed, because it contains errors.
Runólfur Ólafsson framkvæmdastjóri FÍB sæmir Svein Torfa Sveinsson gullmerki félagsins.
The image “http://www.fib.is/myndir/StefOgylltur.jpg” cannot be displayed, because it contains errors.
Árni Sigfússon formaður sæmir Stefán Odd Magnússon gullmerki FÍB.