Tveir nýir fimm stjörnu og tveir fjögurra stjörnu bílar

http://www.fib.is/myndir/Euroncap-logo.jpg

Nýlega lauk árekstursprófunum hjá EuroNCAP á fjórum nýjum bílum. Bílarnir eru VW Tiguan jepplingurinn sem er eins konar mini-Touareg, Ford Mondeo sem er stór fjölskyldubíll, fjölnotabíllinn VW Caddy og nýi fjölskyldusmábíllinn Hyundai i30. Tveir síðastnefndu bílarnir hlutu fjórar stjörnur fyrir vernd fullorðinna en þeir fyrstnefndu fimm.

Hægt er að sjá nánar niðurstöður árekstraprófsins á vef EuroNCAP með þvi að smella á nöfn bílanna hér á eftir:
VW Tiguan - Ford Mondeo - VW Caddy - Hyundai i30.