Tvíbreið brú yfir Stóru-Laxá í Hreppum eflir öryggi

Vígsla á tvíbreiðri brú yfir Storu Laxá í Hreppum er mikill áfangi í auknu öryggi og fækkar slysum í umferðinni. Brúin tengir saman tvö sveitarfélög, Skeiða- og Gnúpverjahrepp og Hrunamannahrepp. Stefnt er að því að gamla brúin fái nýtt hlutverk og verði útbúin sérstaklega fyrir gangandi, hjólandi og vegfarendur á hestum.

Í ávarpi í tilefni af opnuninni sagði Sigurður Ingi Jóhannsson, innviðar ráðherra að það væri eitt af markmiðum samgönguáætlunar að útrýma einbreiðum brúm hér á landi þar sem umferð er yfir 200 bílum á sólarhring. Umferðin yfir þessa brú hafi verið yfir þessu viðmiði frá aldamótum, þegar mælingar hófust. Allt árið í fyrra hafi rúmlega 1.200 bílar farið að jafnaði yfir brúna, og hátt í 1.800 bílar síðasta sumar.

Nýja brúin er til hliðar við gömlu brúna, tvíbreið, staðsteypt, eftirspennt bitabrú, 145 m löng í fjórum höfum. Lengd vegkafla er rúmlega 1000 m og lengd reiðstígs rúmir 300 m.