Tvöföldun Hvalfjarðarganga - 5 leiðir skoðaðar

Mannvit og Vegagerðin hafa skoðað mismunandi leiðir til að tvöfalda Hvalfjarðargöng, alls fimm mismunandi leiðir. Engin ákvörðun hefur verið tekin um tvöföldun en öllu jafna vinnur Vegagerðin svokallaða frumdragavinnu til að skoða möguleika og kosti þannig að unnt sé að taka frekari ákvarðanir byggðar á raunverulegum kostum. Þetta kemur fram á vefsíðu Vegagerðarinnar í umfjöllun um málið.

Skýrsluna má finna á vef Vegagerðarinnar.

Tilgangur þessa verkefnis nú er að skoða hvaða möguleikar eru raunhæfir í við tvöföldun ganganna og hvernig þeir uppfylla reglur og markmið, slysatíðni og hagkvæmni. Ekki er reynt að svara því hvenær þarf að tvöfalda göngin.

Áætlaður slysakostnaður fyrir gangaleiðirnar fimm er á bilinu 200 til 235 mkr. á ári miðað við 15.000 bíla á sólarhring að jafnaði allt árið (ÁDU). Ef ekkert er gert til að bæta öryggi umferðar eða skipta umferð í tvenn göng er áætlað að slysakostnaður í núverandi göngum verði um 490 mkr. á ári miðað við 15.000 ÁDU eða meira en tvöfalt hærri. 

Ljóst er því að fyrr en seinna þarf að ráðast í aðgerðir til að bæta öryggi vegfaranda um Hvalfjarðargöng.

Teikningar