Uber að hverfa af götum Lundúnaborgar

Leigubílaþjónustan Uber fær ekki endurnýjun fyrir áframhaldandi starfsleyfi í Lundúnaborg.

Borgaryfirvöld hafa komist að þessari niðurstöðu að vel ígrunduðu máli og telja að þjónusta Uber hafi ekki komið vel út þegar hagsmunir borgarinnar eru hafðir að leiðarljósi.

 Ekki eru nema tíu dagar þangað til að núgildandi starfsleyfi rennur út en Uber hefur þrjár vikur til að áfrýja ákvörðun borgaryfirvalda.

Það getur því liðið nokkur tími þangað til að Uber hverfur alveg af götum Lundúnaborgar.

Uber rekur starfsemi sína víða um heim og því er ákvörðun yfirvalda í London mikið högg fyrir fyrirtækið.