Uber missti starfsleyfið í London
Það hafa margir nýtt sér þjónustu Uber í London undanfarin ár enda ákjósanlegur valkostur til að koma sér á milli í þessari stórborg. Nú háttar málar þannig að Uber stendur frammi fyrir því að að hafa misst starfsleyfið þar í borg.
Bresk yfirvöld hafa í nokkurn tíma bent á ýmsa vankanta í starfseminni og á hluti sem betur máttu fara á þá alveg sérstaklega atriði sem lúta að öryggi og tryggingum
Uber gerði allt sem í þeirra valdi stóð til að mæta kröfum breskra samgönguyfirvalda. Þetta reyndist ekki nóg og því var gripið til þeirra aðgerða að svipta fyrirtækinu starfsleyfi, að minnsta kosti tímabundið.
Uber hefur þrjár vikur til að afrýja málinu en ljóst er nú þegar að fyrirtækið hefur beðið álitshnekki. Farveita Uber hefur gengt veigamiklu hlutverki í London en yfir 40 þúsund bílstjórar störfuðu hjá fyrirtækinu nú undir það síðasta.