Um 65% Norðmanna telja að nýorkubíll verði næst fyrir valinu

Nýleg norsk könnun leiðir í ljós að tveir af hverjum þremur í Noregi telja að nýorkubíll verði næst fyrir valinu í bifreiðakaupum. Um 65% Norðmanna svara því að rafbíllinn verði fyrsti kostur á næstu árum. Áhuginn er mestur hjá yngra fólki og hjá þeim sem hafa meiri menntun og hærri tekjur.

Í aldurshópnum 34-49 ára svara allt að 76% því til að rafbíll verði fyrir valinu sem næstu kaup. Í könnuninni kemur þó fram að dísil- og bensíneiegndur sveiflist fram og til baka í ákvörðunartöku sinni en íhugi á sama tíma að kaup á rafbíl væri skynsamur kostur sem vert er að skoða frekar.

Þeir sem búa úti á landsbyggðinni eru hlynntari rafbílum en þeir sem búa í borgum. Flestir úti á landsbyggðinni í Noregi aka um á dísilbíl en nú hefur áhuginn á rafbílum aukist til muna. Í könnunin kemur fram að að eftir sem tejkurnar eru hærri þeim mun meiri áhugi er fyrir kaupum á rafbíl en jarðefnaeldsneytisbílum.

Á síðasta ári var sala á rafbílum í Noregi helmingi meiri en á öðrum bílum.  Markaðshlutdeild rafbíla var aðeins 1% í Noregi fyrir rétt rúmum áratug. norska rafbílasambandsins áætlar að rafbílar nái 65% markaðshlutdeild á þessu ári.

Í Evrópu tvöfaldaðist sala á rafbílum annað árið í röð 2020. 20% bíla sem voru seldir í fyrra í Þýskalandi voru rafbílar og um 15% í Bretlandi og Frakklandi.

Alls seldust 1.4 milljónir rafbíla í Evrópu 2020 eða sem samsvarar 8% allra seldra bifreiða. Búist er við að markaðshlutdeildin í Evrópu tvöfaldist tæplega á þessu ári og verði 15%.