Um 70% ökumanna nota símann ólöglega undir stýri

Notkun snjallsíma undir stýri er slá­andi al­geng sam­kvæmt niður­stöðum nýrrar rannsóknar sem unnin var fyrir Sjóvá. Sam­kvæmt henni nota tæp­lega 70% öku­manna símann ólög­lega undir stýri. Þetta eru vondar niður­stöður og ljóst að um­ferðaröryggi er ógnað með þess­ari þróun. 

Niður­stöðurnar leiddu í ljós að það er tölu­vert meiri notkun hjá yngri ald­urs­hópum og mik­ill munur á  ald­urs­hópnum 18-44 ára miðað við 45 ára og eldri. Í yngri ald­urs­hópnum nota níu af hverjum tíu ök­umönnum símann ólög­lega undir stýri. Tveir þriðju öku­manna lesa eða senda skilaboð við akstur og sama hlut­fall talar í símann án hand­frjáls búnaðar.

Ef tekið er heild­ar­hlut­fall allra öku­manna þá lækkar hlut­fallið lítil­lega, eða í sjö af hverjum tíu ök­umönnum sem nota símann ólög­lega. Þetta er samt sem áður slá­andi mikil notkun.

Annað áhuga­vert sem kom fram var að allir þátt­tak­endur svöruðu að sím­notkun undir stýri væri hættu­leg og hefði mikil áhrif á akst­urs­hæfni. Samt virðist fólk að litlu leyti hegða sér í samræmi við það. Hækkun á sektum virðist ekki ennþá hafa áhrif á þessa hegðun. Meiri­hlut­inn í rannsókn­inni vissi að búið væri að hækka sektir úr 5.000 kr. í 40.000 kr., en það virðist ekki draga úr notk­un­inni.