Umfangsmestu vegaframkvæmdir frá því fyrir hrun

Eins og kom fram á fib.is á dögunum munu framkvæmdir sem Vegagerðin hefur boðað til kosta ríflega 35 milljarða króna, þar af eru 23,4 milljarðar ætlaðir til nýframkvæmda og um 12 milljarðar til viðhalds.

Í viðtali við Bergþóru Þorkelsdóttur, forstjóra Vegagerðarinnar, á ruv.is kemur fram að vegaframkvæmdir í sumar verði þær umfangsmestu frá því fyrir hrun og jafnvel yfir lengri tíma. Alls er gert ráð fyrir framkvæmdum fyrir 35 milljarða samkvæmt samgönguáætlun, 23 milljarðar fara í nýframkvæmdir og 12 til 14 milljarðar í viðhaldsverkefni. Meðal stærstu framkvæmda eru breytingar á Kjalarnesi og á Suðurlandsvegi, þar sem akstursstefnur verða aðskildar enda hafa slys verið tíð á þessum vegum.

Í viðtalinu við Bergþóru kemur enn fremur fram að með þessum aðgerðum sem eru núna að koma og aðgerðum sem búið var að gera, til dæmis á Suðurlandsveginum,  í því að auka öryggi milli umferðarstraumanna, það var nú gert upphaflega með minni aðgerðum, þá hefur slysatíðni fallið gríðarlega. Auðvitað eru það öryggismálin sem við erum alltaf að hugsa um, það er einn stóri drifkrafturinn í vegaframkvæmdum það er að vegirnir séu greiðfærir og öruggir

Á báðum stöðum er verið að leggja veginn í svokalað 2+1, en undirbúið þannig að auðvelt verði að breytta í 2+2 eftir því sem þörfin eykst.  Með þessu sé hægt að nýta fjármuni betur.