Umferð heldur áfram að dragast saman vegna Covid

Umferðin á höfuðborgarsvæðinu í síðustu viku, viku 45, var sex prósentum minni en í vikunni á undan en 23 prósentum minni en í sömu viku fyrir ári. Umferðin heldur áfram að dragast saman, líklega vegna áhrifa sóttvarnarreglna en ekki nærri jafnmikið og í fyrstu bylgju í vor. Þetta kemur fram í tölum frá Vegagerðinni.

Umferðin í viku 45, reyndist tæplega 6% minni en í viku 44 en tæpum 23% minni í sömu viku á síðasta ári.  Þetta er aðeins meiri samdráttur en varð í síðustu viku miðað við síðasta ár.  En síðustu 3 vikur hefur samdrátturinn aukst jafnt og þétt, þó hann sé langt því frá jafn mikill og hann var í vor og ekki alveg jafn mikill og hann hefur mestur orðið í þriðju bylgju Covid-faraldrursins.  En mestur samdráttur, til þessa í þriðju bylgju, var í viku 42 en þá varð rétt rúmlega 23% samdráttur.

Í tölunum kemur ennfremur fram að mest dróst umferð saman um snið á Hafnarfjarðarvegi, við Kópavogslæk, eða um 32,7%.  Þetta er metsamdráttur í þessu sniði, í þriðju bylgju.

Minnst dróst umferð saman um mælisnið á Reykjanesbraut eða um 19,7%, sem einnig er metsamdráttur í þriðju bylgju á þessum stað.