Umferðalagabrotum fjölgar þrátt fyrir hærri sektir

Hækkun á sektum virðist enn sem komið ekki hafa mikil áhrif á notkun ökumanna á snjallsíma undir stýri. Þrátt fyrir nýja reglugerð um sektir og önnur viðurlög fyrir umferðarlagabrot sem tóku gildi 1. maí þar sem hækkun á sektum er veruleg virðist hún ennþá ekki hafa áhrif á þessa hegðun.

Í rannsókn sem unnin var fyrir Sjóvá fyrr í sumar kom í ljós að tæplega 70% ökumanna nota símann ólöglega undir stýri. Notkunin er töluvert meiri hjá yngri aldurshópum en þar nota níu af hverjum tíu ökumönnum símann ólöglega undir stýri.

Þá kom einnig fram að tveir þriðju ökumanna lesa eða senda skilaboð við akstur og sama hlutfall talar í símann án handfrjáls búnaðar.

Meirihlutinn í umræddri rannsókn var meðvitaður um að búið væri að hækka sektir úr 5.000 kr. í 40.000 kr. Engu að síður dró það ekki úr notkuninni.

Í tölum frá lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu kemur fram að í júní fengu 113 ökumenn sekt við notkun farsíma við akstur án handfrjálsbúnaðar. Í sama mánuði 2017 voru 20 ökumenn teknir af sama tilefni. Þarna er aukningin sláandi þrátt fyrir hærri viðurlög.

Þegar önnur tölfræði frá lögreglunni er skoðuð kemur í ljós að 2.735 ökumenn voru teknir við of hraðann akstur á höfuðborgarsvæðinu í júní í sumar en þeir voru 1.901 í sama mánuði í fyrra. Aukning er ennfremur töluverð í akstri undir ölvun og undir áhrifum ávana- og fíkniefna.

Sektir við umferðarlagabrotum eru til þess fallnar að veita ökumönnum aukið viðhald og stuðla þannig um leið að auknu umferðaröryggi. Nauðsynlegt er að fjárhæð sekta endurspegli alvarleika umferðarlagabrota og þá hættu sem þau skapa.

Hér fyrir neðan má sjá nokkur dæmi um hækkun sekta fyrir umferðarlagabrot sem tóku gildi 1. maí 2018:

Sektartafla