Umferðartafir kosta þjóðfélagið mikið fé

Í umfjöllun Morgunblaðsins um að bílaumferðin hafi aldrei verið meiri á höfuðborgarsvæðinu segir Runólfur Ólafsson, framkvæmdastjóri Félags íslenskra bifreiðaeigenda, FÍB, að kvörtunum vegna umferðatafa á umræddu svæði hafi farið fjölgandi síðustu ár.

Runólfur segir að á mörgum svæðum þar sem fólk hefur ekki verið vant töfum hafa myndast umferðarhnútar. Það sé að birtast hversu lítið hafi verið framkvæmt í samgöngumálum á höfuðborgarsvæðinu síðustu ár.  Umferðartafir kosti þjóðfélagið mikið fé.

Í samtalinu við Morgunblaðið segir Runólfur sæta furðu að það sé ekki meiri vakning um að draga úr þessu. Umræðan er svolítið á þá leið að svona sé þetta í nágrannalöndunum og sé því allt í lagi hér. Runólfur segir ennfremur að við ættum að hafa öll tækifæri til að hafa sem minnstar umferðartafir.

Þetta er m.a. sem kemur fram í Morgunblaðinu í fróðlegri umfjöllun um þetta mál  í dag eins og áður sagði.