Umferðatafir á höfuðborgarsvæðinu

Í dag, miðvikudaginn 17. maí, er stefnt að því að fræsa og malbika á Vesturlandsvegi til vesturs, á milli Víkurvegar og Suðurlandsvegar. Malbika á vinstri akrein og verður hún lokuð á meðan.

Þrengt verður að umferð og má búast við lítilsháttar umferðartöfum.  Áætlað er að vinnan standi yfir frá kl. 9:00 til kl. 16:00.

Þá kemur ennfremur fram í upplýsingum frá Vegagerðinni að búast megi við umtalsverðum umferðartöfum á brúnni á Jökulsá í Lóni, um 20-30 mín í senn, milli kl 07.00 – 19.00  fram til 30. júní vegna framkvæmda.