Umferðin eykst á höfuðborgarsvæðinu og á Hringvegi

Umferðin á höfuðborgarsvæðinu jókst um rétt 0,2 prósent í nýliðnum marsmánuði miðað við sama mánuð fyrir ári síðan. Samdráttur hefur verið í umferðinni frá áramótum sem nemur tæpum fjórum prósentum miðað við janúar til mars í fyrra að því erf fram kemur í tölum frá Vegagerðinni.

Umferðin á höfuðborgarsvæðinu jókst lítillega í nýliðnum mars miðað við sama mánuð á síðasta ári eða um 0,2%. Ástæða þess að aukning mældist er sú að umferðin yfir mælisnið á Hafnarfjarðarvegi jókst um 3,2% en hin tvö á Reykjanesbraut og Vesturlandsvegi, sýndu samdrátt.

Þrátt fyrir þessa litlu aukningu, var umferðin í nýliðnum mars sú næst mesta, sem mælst hefur frá upphafi, en í mars árið 2019 reyndist tæplega 1% meiri umferð í mars.

Umferð á Hringveginum

Umferðin á Hringveginum í mars jókst um 2,4 prósent en umferðin hafði drgist saman í janúar og ferbrúar frá fyrra ári. Mikil aukning varð á mælisniði við Mýrdalssand sem bendir til aukningar ferðamannaumferðar. Frá áramótum hefur umferðin þó dregist saman um ríflega sex prósent frá því sem hún var á sama tíma árið 2021.

Umferðin, yfir 16 lykilteljara Vegagerðarinnar á Hringvegi, jókst um 2,4% milli marsmánaða 2021 og 2022.  Þessi aukning er í samræmi við meðaltalsaukningu í marsmánuði frá árinu 2005.

Yfirlit yfir umferð í hverjum mánuði sýnir að nýliðinn mars var þriðji umferðarmesti mánuður frá upphafi mælinga, en mars 2018 er sá umferðarmesti hingað til.