Umferðin að verða svipuð að umfangi

Umferðin í síðustu viku reyndist einungis þremur prósentum minni en í sömu viku fyrir ári síðan. Aukning mældist í einu af þremur mælisniðum en svo virðist sem umferðin á höfuðborgarsvæðinu sé að verða svipuð að umfangi og undanfarin ár þrátt fyrir Covid-19 og fækkun ferðamanna.

Umferðin í nýliðinni viku, eða viku 6, reyndist 3% minni en í sömu viku á síðasta ári. Mest dróst umferð saman á Hafnarfjarðarvegi eða um rúmlega 9% en lítilsháttar aukning varð í sniði á Reykjanesbraut eða 0,4% aukning. 

Ef horft er til næstu viku eða viku 7 sést á línuriti B að umferðin á síðasta ári var í tímabundnum lágpunkti þá viku, það verður því fróðlegt að fylgjast með því hvort að umferðin í næstu viku muni hegða sér svipað og árið 2019. Geri hún það mun eiga stað aukning, vegna tímabundins samdráttar á síðasta ári,  eða hvort hún muni elta einkenni síðasta árs þ.e.a.s. ársins 2020

Hlutfallslega breyting eftir mælisniðum á milli 2020 og 2021

Hafnarfjarðarvegur við Kópavogslæk                    -9,2%
Reykjanesbraut við Dalveg í Kópavogi                   0,4%
Vesturlandsvegur ofan Ártúnsbrekku                    -1,7%