Umferðin í nýliðinni viku 19,5% minni en í sömu viku á síðasta ári

Örlítill umferðarkippur varð í viku 43 miðað við vikuna þar á undan eða 3,1% aukning á höfuðborgarsvæðinu.  Hins vegar reyndist umferðin í nýliðinni viku 19,5% minni en í sömu viku á síðasta ári samkvæmt tölum frá Vegagerðinni.  Þetta er heldur minni samdráttur en varð í viku 42, sbr. eldri frétt þarf um.

Eins og oftast áður leiðir snið á Hafnarfjarðarvegi við Kópavogslæk samdráttinn en þar mældist tæplega 28% samdráttur en minnst dróst umferð saman á Reykjanesbraut eða um tæp 15%.

Vegagerðin birtir nú vikulega umferðartölur af höfuðborgarsvæðinu sem vísbendingu um áhrif sóttvarnarregla og mismunandi samkomutakmarkana.
Áberandi er að umferðin dregst minna saman í yfirstandandi bylgju faraldursins miðað við fyrstu bylgjuna í vor.