Unnið við fræsingu á Suðurlandsvegi

Stefnt er að því að fræsa Suður­lands­veg frá hring­torgi við Toyota á Sel­fossi að Olís Arn­bergi í dag. Þetta kem­ur fram í frétta­til­kynn­ingu frá Vegagerðinni.

Þar seg­ir að sett verði upp hjá­leið á meðan færi gef­ist. Síðan verði einni ak­rein lokað í einu og um­ferð stýrt fram hjá fram­kvæmda­svæðinu þar sem hægt verði. Sett­ar verði upp viðeig­andi merk­ing­ar en áætlað er að fram­kvæmd­ir standi frá klukk­an 8:00-20:00.

Veg­far­end­ur eru beðnir um að virða merk­ing­ar og hraðatak­mark­an­ir og sýna aðgát við vinnusvæðin. Bent er á að vinnusvæðin séu þröng og menn og tæki séu við vinnu mjög ná­lægt akst­urs­braut­um.