Uppáhaldsbílar Norðmanna

Volkswagen Golf og Toyota Avensis eru mest seldu bílarnir í Noregi frá áramótum til 19. mars sl. Á tímabilinu voru 1200 VW Golf bílar nýskráðir og 936 Toyota Avensis bílar. VW Tiguan er í þriðja sæti með 857 nýskráningar, Toyota Yaris í því fjórða með 844 ýskráningar og í því fimmta er Volvo V70 með 800 nýskráningar.

Þegar horft er til tegundanna eingöngu þá er Volkswagen vinsælasta bíltegundin í Noregi en alls hafa á umræddu tímabili verið nýskráðir 3816 VW bílar af öllum gerðum. Toyota er næst vinsælasta tegundin og kemur fast á hæla Volkswagen með 3801 nýskráningu. Í þriðja sæti er Volvo með 2310 nýskráningar, í fjórða er Ford með 2098 nýskráningar og í því fimmta Audi með 1751 nýskráningu.