Upphitun fyrir heimsmeistarakeppni rafbíla í nákvæmnisakstri.

Næst komandi fimmtudag 22. ágúst mun Aksturstursíþróttasamband Íslands og Kvartmíluklúbburinn í samstarfi við Orku náttúrunnar hita upp fyrir áttundu umferð af þrettán í alþjóðlegu meistarakeppni FIA 2019 í nákvæmnisakstri rafbíla.

Fundurinn hefst klukkan 9 í húskynnum ON að Bæjarhálsi 1 en húsið opnar 8:30. Ýmis erindi eru á dagskrá og eiga þau öll það sameiginlegt að snúa að rafvæðingu í samgöngum. Fróðlegur fundur sem áhugafólk um umhverfisvænni samgöngur ætti ekki að láta fram hjá sér fara.

Nánari upplýsingar og skráningu má finna hér

Nánari upplýsingar um eRally

Myndir frá eRally 2018

eRally 2018

eRally 2018

eRally 2018

eRally 2018